Danska

Danska á netinu
Í þessu námskeiði er lögð áhersla á að nemandi læri dönsku í skemmtilegu umhverfi með því að vinna með texta sem vekja áhuga hans. Jöfn áhersla er lögð á lestur, hlustun, ritun, framburð og málfræði. Textar lesbókar eru einkum miðaðir við 10. bekk en önnur verkefni gagnast einnig yngri og eldri nemendum.

Námsvöndlar námskeiðs:

Lesbók: textar og verkefni

Danska netnám
Hér er unnið með danska texta sem skipt er í fjögur þemu: Ung I dag, uddannelse og arbejde, helse og motion og samfund. Hverjum texta fylgja fjöldi verkefna, s.s. efnisspurningar, krossgátur, hlustunaræfingar og eyðufyllingar. Hefti til útprentunar má nálgast á pdf-formi þar sem allir textarnir eru birtir ásamt ýmsum verkefnum sem ekki er að finna á vefnum.

Lesbók: Ritunarverkefni

Danska ritun
Hverjum kafla lesbókar fylgir eitt ritunarverkefni þar sem nemandi ritar stuttan texta á dönsku og sendir kennara til yfirferðar. Verkefnin eru vistuð á svæði Stoðkennarans og getur kennari opnað þau í sérstöku umhverfi þar sem hann getur merkt við og skilgreint villur, ritað umsögn og gefið einkunn. Öll prentun og umhirða pappírs er því óþarfi!

Málfræðihefti

danska kennsla netnám
Heftið inniheldur hátt í fjörutíu kafla sem skipt er í fjóra hluta: nafnorð og greinir, lýsingarorð, fornöfn og sagnorð. Eftir skýra og skorinorta innlögn vinnur nemenda verkefni sem oftast eru í formi eyðufyllinga. Ýmist þarf nemandi að rita rétta orðmynd ellegar hálfa eða heila setningu. Einnig þjálfa verkefnin orðaforða nemanda því hann þarf tíðum að velja rétt orð í eyður með tilliti til merkingar þeirra.

Orðaforði: 60 örtextar

Þessi námsvöndull inniheldur sextíu örstutta texta sem flokkaðir eru eftir þema (líkaminn, samgöngur, náttúra o.s.frv.). Hver þeirra inniheldur m.a. tíu orð sem nemandi lærir utan að og vinnur með. Öll tilheyra orðin sama merkingarsviði. Verkefnið er unnið í fjórum skrefum. Fyrst lærir nemandi lykilorðin tíu utan að, því næst hlustar hann á upplesinn texta og ritar nokkur lykilorðanna í eyður. Á þriðja þrepi hlustar hann aftur á textann og hakar við staðhæfingar sem eiga við. Að ending skrifar hann orðin tíu undir viðeigandi myndir. Einnig inniheldur þessi námsvöndull krossgátur.

Óreglulegar sagnir

dönsk málfræði netnám
Í þessu verkefni er nemanda gert að rita kennimyndir og nútið óreglulegra sagna. Hann hakar við eitt eða fleiri sagnorð sem hann vill vinna með og kallar svo fram verkefnaglugga. Þær sagnir sem hann kann eru merktar sérstaklega á yfirliti en einnig eru einkunnir ávallt skráðar til bókar.

Minnisspjöld - óreglulegar sagnir

danskar sagnir fyrir spjaldtölvur
Með hjálp minnisspjaldanna getur nemandi farið yfir og lært algengustu óreglulegu sagnir í dönsku. Hver pakki innihaldur nokkrar sagnir og birtist nafnháttur einnar í einu á spjaldi. Kennimyndirnar eru aftan á spjaldinu en nemandi reynir að rifja þær upp áður en hann snýr því við. Ef hann telur sig kunna kennimyndir sagnar nægilega vel getur hann merkt hana sérstaklega. Um algert sjálfsmat nemanda er að ræða og því eru engar einkunnir skráðar til bókar.
Stoðkennarinn virkar nú að mestu leyti fyrir iPad. Því miður styður iPad ekki við java og flash og fyrir vikið virka einstaka verkefni ekki. Prósentutalan gefur gróflega til kynna hversu mikill hluti efnisins virkar á iPad.