Enska

Enska á netinu
Í sísmækkandi alþjóðaheimi verður æ mikilvægara fyrir okkar að hafa góð tök á enskri tungu. Íslensk ungmenni lifa að hluta til í heimi enskrar dægurmenningar og geta mörg hver bjargað sér á erlendri grundu. Hins vegar er mikilvægt að kenna þeim ýmsa þætti tungumálsins á markvissan hátt og þjálfa þá. Í þessu námskeiði er farið markvisst í helstu þætti enskrar málfræði og unnið með orðaforða. Einnig hafa kennara aðgang að forritum þar sem þeir geta búið til eigin framburðar- og ritunarverkefni. Þetta námskeið hentar einkum nemendum á unglingastigi en er að sjálfsögðu hægt að nýta á neðri og efri stigum að einhverju leyti.

Námsvöndlar námskeiðs:

Málfræðihefti

Ensk málfræði netnám
Í kennsluheftinu er farið í helstu málfræðiatriði enskrar tungu. Þar er nú að finna yfir sextíu kafla þar sem m.a. er farið í beygingu sagna og lýsingarorða, notkun ákveðins og óákveðins greinis, forsetningar og helstu fornöfn. Hverjum kafla fylgja gagnvirk eyðufyllingarverkefni þar sem nemendur ýmist rita réttar orðmyndir eða hálfar og heilar setningar. Þau reyna einnig á orðaforða nemenda því oft þurfa þeir að velja viðeigandi orð í eyðurnar.

Orðaforði: 60 örtextar

Þessi námsvöndull inniheldur sextíu örstutta texta sem flokkaðir eru eftir þema (líkaminn, samgöngur, náttúra o.s.frv.). Hver þeirra inniheldur m.a. tíu orð sem nemandi lærir utan að og vinnur með. Öll tilheyra orðin sama merkingarsviði. Verkefnið er unnið í fjórum skrefum. Fyrst lærir nemandi lykilorðin tíu utan að, því næst hlustar hann á upplesinn texta og ritar nokkur lykilorðanna í eyður. Á þriðja þrepi hlustar hann aftur á textann og hakar við staðhæfingar sem eiga við. Að ending skrifar hann orðin tíu undir viðeigandi myndir. Einnig inniheldur þessi námsvöndull krossgátur.

Óreglulegar sagnir

ensk málfræði á netinu
Í þessu verkefni er nemanda gert að rita kennimyndir sem og aðrar myndir óreglulegra sagna. Hann hakar við eitt eða fleiri sagnorð sem hann vill vinna með og kallar svo fram verkefnaglugga. Þær sagnir sem hann kann eru merktar sérstaklega á yfirliti en einnig eru einkunnir ávallt skráðar til bókar.

Sóknarskrift

Ensk málfræði á netinu
Í þessum námsvöndli þjálfar nemandi bæði stafsetningu og málfræði . Hvert verkefni inniheldur tíu setningar og í hverju verkefni er ákveðið málfræðiatriði þjálfað (t.d. þátíð sagna). Nemanda eru birtar setningar sem hann þarf að fullklára í huganum, leggja á minnið og rita svo niður. Nemandi þarf að lagfæra allar villur sem hann gerir og fær 10 í einkunn ef hann lýkur verkefninu.

Minnisspjöld - óreglulegar sagnir

Enskar sagnir fyrir spjaldtölvur
Með hjálp minnisspjaldanna getur nemandi farið yfir og lært algengustu óreglulegu sagnir í ensku. Hver pakki inniheldur nokkrar sagnir og birtist nafnháttur einnar í einu á spjaldi. Kennimyndirnar eru aftan á spjaldinu en nemandi reynir að rifja þær upp áður en hann snýr því við. Ef hann telur sig kunna kennimyndir sagnar nægilega vel getur hann merkt hana sérstaklega. Um algert sjálfsmat nemanda er að ræða og því eru engar einkunnir skráðar til bókar.
Stoðkennarinn virkar nú að mestu leyti fyrir iPad. Því miður styður iPad ekki við java og flash og fyrir vikið virka einstaka verkefni ekki. Prósentutalan gefur gróflega til kynna hversu mikill hluti efnisins virkar á iPad.