Skilningsríkið - lesskilningur

Skilningsríkið - lesskilningur á netinu
Skilningsríkið er ætlað nemendum miðstigs. Nemendum er á markvissan hátt kenndar aðferðir sem nýtast við lestur texta og þeir þjálfaður í lestri með því að leggja fyrir þá nýja texta og lesskilningsverkefni á hverjum degi. Námsefnið skiptist í fimm hluta og er gert ráð fyrir að unnið sé með það á hverjum virkum degi í jafn margar vikur.

Námskeiðið er FRÍTT veturinn 2018 - 2019.

Námsvöndlar námskeiðs:

Kennsluhefti

Kennsluheftið skiptist í fimm hluta en gert er ráð fyrir að hver hluti sé unninn á einni viku. Hver hluti kjarnast um ákveðið þema. Í hverjum hluta eru fimm kaflar, einn fyrir hvern virkan dag. Fyrstu fjóra dagana eru nýir textar lesnir og ýmis lesskilningsverkefni unnin. Seinasta daginn er svo upprifjun. Auk þess er nemendum kenndar aðferðir sem nýtast við lestur.
Stoðkennarinn virkar nú að mestu leyti fyrir iPad. Því miður styður iPad ekki við java og flash og fyrir vikið virka einstaka verkefni ekki. Prósentutalan gefur gróflega til kynna hversu mikill hluti efnisins virkar á iPad.