Stærðfræði II

Stærðfræði II á netinu
Stærðfræðin reynist mörgum erfið en það er trú Stoðkennarans að með skýrri uppsetningu, gagnvirkum æfingum og góðri yfirsýn kennara sé hægt að ráða úr vanda flestra. Í þessu námskeiði er farið í flesta þá þætti stærðfræðinnar sem nemendur unglingastigs þurfa að kljást við og kunna. Einnig hentar það vel fyrsta árs nemum framhaldsskóla sem og öllum þeim sem þurfa að rifja upp grundvallaratriði stærðfræðinnar.

Námsvöndlar námskeiðs:

Kennsluhefti

Stærðfræði á netinu
Heftið inniheldur um sjötíu kafla þar sem farið er í grundvallaratriði stærðfræðinnar: negatífar tölur, veldi, algebra, jöfnur, prósentur, almenn brot, mælieiningar, ummál, rúmmál, hnitakerfið og horn. Fyrst er nemanda kynntar reglur og aðferðir og í framhaldi reiknar hann ótakmarkaðan fjölda dæma. Stoðkennarinn bregst við villum á uppbyggilegan hátt og skráir einkunnir til bókar.

Lesdæmi (Pisa-próf)

Stærðfræði lesdæmi
Þessi námspakki inniheldur hátt í þrjátíu lesskilningsverkefni sem fengin eru úr gagnasafni OECD en sú stofnun semur hin alræmdu PISA-próf. Verkefnin eru öll tengd hinu daglega lífi og reyna á rökhugsun og stærðfræðikunnáttu nemenda. Ef nemendur þurfa hjálp geta þeir fengið vísbendingu (í formi annarrar spurningar) hjá Stoðkennaranum – en afsala sér um leið tveimur heilum af einkunn sinni.

Margföldunartaflan

Stærðfræði á netinu
Nemandi velur margföldunartöflu til að þjálfa og reiknar svo í kappi við tímann. Súlan hækkar í hvert sinn sem útkoma nemanda er rétt en fellur við rétta útkomu ásamt því að hún fellur stöðugt með hverri sekúndu. Markmiðið er að ná súlunni alla leið upp.
Stoðkennarinn virkar nú að mestu leyti fyrir iPad. Því miður styður iPad ekki við java og flash og fyrir vikið virka einstaka verkefni ekki. Prósentutalan gefur gróflega til kynna hversu mikill hluti efnisins virkar á iPad.